AbstractsBiology & Animal Science

Servant leadership and experience of job satisfaction and job autonomy among residents of small Icelandic town

by Kaminska 1987 Marta




Institution: University of Bifröst
Department:
Year: 2016
Keywords: Sveitarfélög; Mannauðsstjórnun; Dreifbýli; Þjónandi forysta
Posted: 02/05/2017
Record ID: 2091772
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/26182


Abstract

Lítil sveitafélög standa oft frammi fyrir erfiðleikum við að ráða hæft starfsfólk í vinnu eða koma í veg fyrir fólksfækkun í samfélaginu. Starfsánægja og jákvæð starfsreynsla eru mikilvæg atriði fyrir starfsmenn og vöxt fyrirtækisins og fyrir samfélagið almennt. Takmörkuð þekking er fyrir hendi um starfsreynslu einstaklinga sem starfa og búa í litlum samfélögum á Íslandi. Rannsóknir á starfsmannaveltu í fyrirtækjum á mið Austurlandi sýna breytileika í starfsmannaveltu og gefa vísbendingar um að ekki liggur ljóst fyrir hver er reynsla fólks af starfstengdum þáttum meðal íbúa á Egilsstöðum. Fyrri rannsóknir sýna jákvætt samband á milli þjónandi forystu og sjálfræði í starfi og starfsánægju. Til að auka þekkingu á þessu sviði var ákveðið að gera eigindlega rannsókn til að kanna efnið með það í huga að varpa ljósi á rannsóknarefnið. Tilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning og þekkingu um reynslu og viðhorf starfsmanna til forystu, starfsánægju og sjálfræði í vinnu og til að kanna hvort þessi sjónarmið endurspegli þjónandi forystu. Í þessari rannsókn var eigindleg rannsóknaraðferð notuð og voru tekin viðtöl við þátttakendur sem búa í litlum bæ og starfa í mismunandi störfum t.d. í sveitafélagsskrifsofu, hóteli, bensínstöð, matvöruverslun og leikskóla. Rannsakandi notaði opnar spurningar til að kanna viðhorf þátttakenda til samskipta, samvinnu, forystu og stjórnunar á vinnustöðum og líka til að kanna viðhorf til starfsánægju og sjálfræði í starfi. Gögnin voru túlkuð í ljósi þjónandi forystu og fyrri rannsóknum um starfsánægju og sjálfræði í starfi. Þrjú þemu komu fram við greiningu gagna og þau eru: Njóta eigin þekkingar, frelsis og sveigjanleika; Endurgjöf og umbun og Áætlun, stefna og markmið. Þátttakendur upplifa sjálfræði í starfi og þeir eru ánægðir með starfið sitt. Þeir upplifa sveigjanleika í starfi sem hjálpar þeim að halda jafnvægi milli persónulegs lífs og vinnu, en formleg endurgjöf og umbun frá stjórnendum þeirra virðist vera takmörkuð. Þátttakendur hafa reynslu af forystu sem endurspeglar þjónandi forystu og þeir hafa einnig upplifað ánægju í starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í takt við fyrri rannsóknir sem sýna tengsl milli þjónandi forystu, starfsánægju og sjálfræði í starfi. Rannsóknin getur veitt nýja innsýn í rannsóknarviðfangsefnið og getur verið framlag til þekkingar á sviðinu. Lykilhugtök: þjónandi forysta, starfsánægja, sjálfræði í starfi, sveitafélög. Small rural towns often face challenges in recruiting qualified staff or depopulation of the community. Job satisfaction and positive work experiences are important for employees and for the growth of companies and of the society in general. Limited knowledge is available about work experience of individuals working and living in small communities in Iceland. Research on turnover in companies in Middle East Iceland show variation in turnover rates and this leads to some questions about if there is different perception of job satisfaction and other working aspects among residents of Egilsstaðir. Previous studies show that there is a…