AbstractsChemistry

Pyroxene chemistry in the ankaramite of the Hamragarðaheiði quarry, Iceland

by Bryndís Ýr Gísladóttir 1992
Institution: University of Iceland
Department:
Year: 2015
Keywords: Jarðfræði
Record ID: 1222266
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/21506


Abstract

Pýroxen dílar í alkalí basalti geta verið mikilvæg uppspretta heimilda af kvikukerfum undir yfirborði jarðar (Dobosi and Jenner, 1999). Í þessari ritgerð eru pýroxen kristallar úr ankaramíti frá Harmagarðaheiði námu í Eyjafjallajökli rannsökuð til að greina efna- og kristal samsettningu þeirra og mögulegt dýpi sem þeir hafa kristallast á. Ekki margar rannsóknir hafa verið gerðar á ankaramítum á þessu svæði og því var þetta verkefni tilvalið til rannsóknar Kristöllun pýroxenana var nokkuð einsleit (Wo40,02-45,43En40,30-45,68Fs9,86-16,59) með frekar hátt Mg# (72,0-82,2). CaO innihald kristallanna var einnig frekar einsleitt (19,5-21,4 wt%.) Beltun var algeng í dílunum, þar sem Mg# var breytilegt, með andhverfu frá kjarna dílsins að fyrsta rima, en breytist svo yfir í kerfisbundna breytingu í gegnum seinni rimana. Hægt er að túlka þessa breytingu sem kvikublöndun, þar sem ný kvika hefur gengið inn í kvikuhólfið., Sú kvika hefur að öllum líkindum verið magnesíum ríkari heldur en kvikan sem fyrir var. Rimar kristallanna eru áberandi í BSEM og á smásjármyndum. Geobarometry útreikningum var beitt með jöfnum frá Putirka (jöfnur 32a og 32b). Niðurstöður þeirra útreikninga voru að kristallarnir hafi myndast við þrýsting frá -2,0-5,7 kbar (úr jöfnu 32a) og -2,6-3,8 kbar (úr jöfnu 32b). Kerfisbundin breyting er sýnileg þegar þrýstingurinn er reiknaður. Kjarni dílana hefur kristallast við hærri þrýsting en rimar þeirra, samt sem áður, í eitthverjum sýnum hefur fyrsti riminn kristallast undir hærri þrýsting en kjarninn og sýnir því andhverfu (svipað og Mg#), sem bendir til að fyrsti riminn hafi kristallast á meira dýpi heldur en kjarninn, og ytri rimarnir kristallast við lækkandi þrýsting. Ef leiðréttingu Putirku er beitt (±2.2 kbar) er enginn sjáanlegur munur milli fyrsta rimans og kjarnans og hafa þeir því að öllum líkindum kristallast á sama dýpi. Þar sem hitastigið í þessum útreikningum var ákvarðað en ekki reiknað eru niðurstöðurnar aðeins nokkuð áreiðanlegar og ekki var hægt að áætla dýpið sem kristöllun átti sér stað. Þrýstingsmunur á milli beltanna í pýroxenunum er raunveruleg þó svo að dýpið hafi ekki verið ákvarðað nákvæmlega. Pyroxene phenocrysts in alkali basalts are an important source of information of magmatic systems at depth (Dobosi and Jenner, 1999). In this paper the pyroxenes minerals in ankaramites of the Hamragarðaheiði quarry in Eyjafjöll were studied to reveal their chemical composition and estimate the depth of their crystallization. Only a few studies have been conducted on the ankaramite in this region and the chemical composition of the mineral phases have not been determined by modern analytical techniques yet. This project fills this gap. Pyroxenes in this rock have Wo40,02-45,43En40,30-45,68Fs9,86-16,59 composition with relatively high Mg# (72,0-82,2) and a uniform CaO content (19,5-21,4 wt%). Zonation is common in the phenocrysts, where the Mg#, Al-, Ti- and Cr-contents vary significantly. Multiple zones have been observed, where zonation is inverse form core to the first rim, and normal…