AbstractsMedical & Health Science

Medical Research in Developing Countries. Can Lower Ethical Standards Be Justified in Light of Kant‘s Moral Philosophy?

by Herdís Ósk Helgadóttir 1985
Institution: University of Iceland
Department:
Year: 2015
Keywords: Hagnýt siðfræði; Kant, Immanuel, 1724-1804; Heilbrigðisþjónusta; Heimspekikenningar; Þróunarlönd; Lyf; Rannsóknir
Record ID: 1222044
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/20357


Abstract

Á undanförnum áratugum hefur orðið mikil aukning á lyfjarannsóknum í þróunarríkjum. Helstu ástæður þess að lyfjafyrirtæki, rannsakendur og styrktaraðilar ákveða að færa rannsóknir sínar yfir til þróunarríkja eru bæði fjárhagslegs og vísindalegs eðlis. Rannsóknir í þróunarríkjum geta oft verið framkvæmdar á styttri tíma en í þróuðum ríkjum, þær geta verið ódýrari og færri reglum þarf að fylgja, sem getur leitt til þess að árangursríkar afurðir slíkra rannsókna komast fyrr á markað til að skila hagnaði. Hagsmunir rannsóknaraðila eru því augljósir, en þetta getur líka þjónað hagsmunum þróunarríkjanna, m.a. í formi aðgengis að lyfjum og sterkara heilbrigðiskerfis. Siðferðileg viðmið eru hins vegar ólík á milli vestrænna ríkja og þróunarríkja (þar sem slík viðmið eru jafnvel ekki til staðar) sem getur skapað siðferðilega valþröng þegar framkvæma á lyfjarannsókn í þróunarríkjum og leitt til misnotkunar á þessum ríkjum og íbúum þeirra. Misnotkun í lyfjarannsóknum ætti ekki að eiga sér stað, en það er erfiðara að svara spurningunni um hvort réttlætanlegt sé að samþykkja lægri siðferðileg viðmið í þróunarríkjum, þar sem lægri siðferðileg viðmið þurfa ekki endilega að fela í sér misnotkun. Því var tekin sú ákvörðun í þessari ritgerð að rannsaka hvort réttlætanlegt sé að samþykkja lægri siðferðileg viðmið í þróunarríkjum heldur en í þróuðum ríkjum. Ég færi rök fyrir því að alþjóðlegar siðareglur um lyfjarannsóknir fela ekki í sér svör við þessari spurningu og í þeirri tilraun að meta viðfangsefnið er notast við siðfræði Immanuels Kant. Kynnt er til sögunnar umdeild lyfjarannsókn sem framkvæmd var í þróunarríkjum og greind þau siðferðilegu vandamál sem rannsóknin hafði í för með sér: þ.e. siðferðileg valþröng sem varðar upplýst samþykki, hlutfall áhættu og ávinnings, staðlar varðandi umönnun og aðgangur að lyfjum þegar rannsókn er yfirstaðin. Þessi vandamál eru síðan metin í ljósi hins skilyrðislausa skylduboðs Kants og skilgreininga hans á fullkomnum og ófullkomnum skyldum. Niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að í ljósi siðfræði Kants er hægt að réttlæta lægri siðferðileg viðmið í lyfjarannsóknum í þróunarríkjum, svo lengi sem fullkomnar og neikvæðar skyldur sem og ófullkomnar og jákvæðar skyldur eru ekki brotnar. In the last few decades, medical research on human subjects conducted in developing countries has increased rapidly. Financial and scientific benefits that pharmaceutical companies, researchers and research sponsors may gain are the main reasons that lie behind the tempting decision to move medical studies to countries where research can be done faster, cheaper and with fewer rules to follow, which can shorten the time that it takes new products to enter the market and yield profits. Benefits derived from this development are therefore apparent for sponsor countries of medical research, but benefits for the developing countries, or host countries of the research, for example in the form of access to treatment and strengthening of the health care system, can also be great. However, as ethical standards in…