AbstractsBiology & Animal Science

Metric system and database for sinus nasal cavity volume quantification based on 3D modeling

by Ellen Óttarsdóttir 1979




Institution: Reykjavií University
Department:
Year: 2013
Keywords: Heilbrigðisverkfræði; Líkön; Sýkingar; Gagnagrunnar; Biomedical engineering; Models; Infection; Data mining
Record ID: 1222027
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/14007


Abstract

Markmið ritgerðarinnar eru tvö: í fyrsta lagi að hanna stigakerfi fyrir sýkingu í kinn-, ennis- og nefholum, sem krefst ekki aðgerðar eða meðferðar innan líkama sjúklingsins til að öðlast betri skilning á alvarleika sýkingar svo hægt sé að taka ákvörðun um að veita rétta meðferð. Í öðru lagi að hanna gagnagrunn sem tekur saman öll gögn, sem þjónusta með læknisfræðileg líkön á Landspítala Háskólasjúkrahúsi tekur að sér, og tengir saman sjúkrahússtarfsfólk og verkfræðinga. Þrívíddar hugbúnaður er notaður til að finna rúmmál andlitshola þrjátíu sjúklinga. Viðföngin, bæði heilbrigðir og sjúkir einstaklingar, eru valdir handahófskennt úr tölvusneiðmyndasafni spítalans. Hlutfall er fundið á milli mældra rúmmála og línurit notuð til að mynda sex hópa eftir alvarleika sjúkdóms. Gagnagrunnur er gerður í Microsoft©Access sem heldur utan um allar upplýsingar sem líkanaþjónustan hefur tekið að sér og á að vera aðgengilegur fyrir alla aðila á netþjóni spítalans. Í erfiðum tilfellum eru sýkt svæði ekki aðgengileg án skurðaðgerðar, í öðrum tilfellum er erfitt að meta árangur meðferða/aðgerða. Læknisfræðileg líkanagerð er framkvæmd með því að taka læknisfræðilegar myndir til hönnunar líkansins. Þess vegna er mikilvægt fyrir háls-, nef-, og eyrnadeild spítalans að fá stigskerfi sem hjálpar til við flokkun og sjúkdómsgreiningu svo ákvarða megi meðferð/aðgerð, sem ætti að vera gagnlegt bæði fyrir og eftir meðferðir/aðgerðir. Samvinnu er krafist af heilbrigðisstarfsfólki og verkfræðingum svo útkoman verði sem best. Þess vegna er einnig mikilvægt að gögn séu geymd á einum stað, bæði fyrir örugga geymslu og til að allir aðilar geti fylgst með nýjustu upplýsingum. Auk þessa, geymir gagnagrunnurinn upplýsingar um útreikninga, efniskostnað og myndstaðla svo eitthvað sé nefnt. In this work a method to assess and standardize sinus nasal inflammation is established. Medical images and 3D modeling are employed to calculate the sinus cavity volumes and to discriminate the tissue composition, air and mucosa membrane. The two thesis objectives are: A development of a grouping system for a non-invasive assessment of sinus nasal inflammations and to design a database system to collect information, measurements and statistics from the medical modeling service at Landspitali University Hospital, Iceland. Three dimensional software is used to segment sinus nasal cavity volumes of thirty randomly chosen patients, both healthy and infected, using Computer Tomography (CT) images. Volumes are used to calculate ratios and graphs used to divide the subjects into six groups according to how affected they are. Microsoft©Access is used to create a database that keeps all the information from the modeling service in one place and is developed to be easily accessible for all parties on the hospital server, hospital staff and engineers. For the treatment of anatomically difficult cases it is often impossible to access the area of interest without performing a surgery. In other cases the uncertainties of the outcome of treatments are great. Medical modeling is…