AbstractsBiology & Animal Science

Dietary patterns and sociodemographic factors associated with cod liver oil intake among 10-11 year old children

by Kristín Jónsdóttir 1988




Institution: University of Iceland
Department:
Year: 2015
Keywords: Næringarfræði
Record ID: 1222013
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/21679


Abstract

Inngangur: Á fyrri hluta ævinnar er góð næring mikilvæg fyrir vöxt, þroska og heilsu barna, bæði yfir skemmri og lengri tíma. Rannsóknir á mataræði íslenskra barna hafa sýnt að mataræði þeirra megi bæta umtalsvert og að neysla D-vítamíns undir opinberum ráðleggingum sé viðvarandi vandamál, en erfitt er að fá nægjanlegt magn efnisins án þess að nota fæðubót. Lítið er vitað um hvaða þættir spá fyrir um notkun fæðubótarefna hjá börnum. Markmið: Að kanna hvaða þættir einkenna 10-11 ára börn sem taka lýsi og meta mataræði þeirra í tengslum við félagslegan bakgrunn þeirra og vísbendingar um heilsu. Aðferðir: Ritgerðin byggir á íslenska hluta Norrænnar rannsóknar sem nefnist ProMeal. Börnum á aldrinum 10-11 ára (n=240) úr sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt. Lokaúrtakið var 219 börn. Lýsisneysla var metin með spurningalista sem börnin svöruðu sjálf. Upplýsingar um félagslegan bakgrunn, heilsu barnanna, árangur í skóla og hreyfingu var safnað frá foreldrum barnanna með rafrænum spurningalista. Hollusta fæðunnar var metin út frá spurningalista sem lagður var fyrir foreldra, byggð á neyslutíðni jákvæðra þátta í mataræði svo sem ávaxta og grænmetis, brauðs (heilkorna- og hrökkbrauð), fisks og sjávarfangs og neikvæðra þátta á borð við sælgæti, bakkelsi, gosdrykki, franskra kartaflna, fullfeits viðbits, osta og unninna kjötvara. Upplýsingar um hæð og þyngd þáttakenda fengust með mælingum í skólanum. Niðurstöður: Ríflega helmingur þátttakenda tók lýsi alla eða flesta daga. Háskólamenntun foreldris sem svaraði spurningalistanum jók líkur á lýsisneyslu barnsins OR: 2,8 (95% CI:1,0-7,4) (p=0,043). Börn í kjörþyngd voru einnig líklegri til að taka lýsi OR: 2,6 (95% CI:1,3-5,3) (p=0,009) heldur en börn sem voru yfir kjörþyngd. Enn fremur voru börn sem ekki höfðu verið greind með fæðuofnæmi eða óþol samkvæmt spurningalista foreldra líklegri til að taka lýsi OR: 5,9 (95% CI:1,6-21,8) (p=0,008) heldur en börn sem höfðu slíka greiningu. Hollusta fæðunnar var talin léleg meðal 52,3% þátttakenda, 45,4% fengu einkunn sem gaf til kynna miðlungsgott mataræði og 2,3% einkunn sem gaf til kynna að mataræðið væri heilsusamlegt. Ályktanir: Menntun móður virðist hafa forspárgildi fyrir lýsisneyslu barna. Hlutfall barna sem mælist innan þeirra marka að mataræði teljist heilsusamlegt er áhyggjuefni og ljóst að aðgerða er þörf til að bæta mataræði íslenskra ungmenna. Background: In the early stages of life nutrition is important to facilitate proper growth and for short- and long-term health. Studies on the diet of children in Iceland have shown that the total diet can be improved considerably and consistently intake of vitamin D has been lower than recommended. Meeting recommendations of the vitamin is difficult without using supplements. Little is known about the positive predictors for children dietary supplement use. Aims: To study the characteristics of 10-11 year old children who take cod liver oil and to assess the total healthiness of the diet in relation to sociodemographic factors and indicators of children’s…