AbstractsBiology & Animal Science

Pharmacological study of the effect of placental protein 13 (PP-13) in non-pregnant rats

by Margrét Soffía Runólfsdóttir 1988




Institution: University of Iceland
Department:
Year: 2015
Keywords: Lyfjafræði
Record ID: 1221914
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/20841


Abstract

Bakgrunnur: Meðgöngueitrun er meðgöngu tengdur sjúkdómur þar sem klínísk einkenni koma vanalega fram eftir fyrstu 20 vikur meðgöngu. Sjúkdómurinn er talin hrjá að minnsta kosti 2-8% barnshafandi kvenna og er ein algengasta ástæða mæðradauða á heimsvísu. Galektín-13 eða PP-13 er prótein sem lofar góðu sem mögulegt greiningarmerki fyrir meðgöngueitrun. Hlutverk PP-13 á meðgöngu er enn ekki skilið að fullu en mikil lækkun á þéttni PP-13 í blóði móður á fyrsta þriðjungi meðgöngu hefur verið tengd við þróun meðgöngueitrunar seinna á meðgöngunni. Kenning okkar er sú að PP-13 hafi áhrif á æðakerfi í legi og blóðþrýsting í þunguðum konum og spili þar með mikilvægt hlutverk í meðgöngueitrun. Hlutverk þessa verkefnis er að reyna að öðlast betri skilning á hegðun PP-13 á meðgöngu með því að skoða in vivo hegðun á hreinu nýmynduðu/raðbrigði PP-13 (rPP-13) og histidine merktu PP-13 (PP-13 His-Tag) í 18 óþunguðum kvenrottum. Markmið: Aðalmarkmið þessa verkefnis var að mæla blóðþéttni PP-13 í sermi óþungaðra kvenrotta eftir ígræðslu á ALZET hæglosandi osmótískum pumpum sem losa próteinið á stöðugum hraða út í blóðrás dýranna í 7 daga. Einnig var markmið að skoða áhrif rPP-13 og PP-13 His-Tag á æðakerfið í legi rotta eftir samfellda gjöf PP-13 í 7 daga í óþunguðum kvenrottum. Aðferðir: ALZET osmótískar pumpur voru fylltar og græddar með skurðaðgerð undir húð á baki á 18 kvenkyns Sprague-Dawley’s rottum. Þegar búið var að koma pumpunum fyrir losuðu þær innihaldið, á stöðugum hraða, staðbundið undir húð samfellt í 7 daga. Rottunum var skipt í þrjá hópa, merktir I-III, sem hver innihélt 6 rottur eftir því hvaða meðhöndlun þær fengu. Öll dýr voru aflífuð og krufin á ellefta degi rannsóknarinnar ásamt því að valin líffæri voru fjarlægð og ljósmyndir teknar af hverju legi og æðakerfi þess. Niðurstöður: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að PP-13 hafi æðavíkkandi áhrif í legi óþungaðra rotta ásamt því að auka æðanýmyndun, þó svo að niðustöðurnar næðu ekki alltaf tölfræðilega marktækum mun. Background: Pre-eclampsia (PE) is a human pregnancy related disorder where the onset of clinical symptoms usually occurs after the 20th week of gestation. This disorder is estimated to affect at least 2-8% of all pregnancies and it’s one of the most common reason for maternal mortality worldwide. Galectin 13 or PP-13 is a protein that is one of the promissing biomarkers for predicting PE. The exact role of PP-13 during pregnancy is not yet fully understood but reduced levels of maternal serum PP-13 during the first trimester of pregnancy have been related to the development of PE later during pregnancy. It is our hypothesis that PP-13 has effects on the uterine vasculature and blood pressure in pregnant women, therefore playing a vital role in PE. Attempting to understand the role of PP-13 during pregnancy better, the in vivo behavior of histidine-tagged PP-13 (PP-13 His-Tag) and recombinant wild-type PP-13 (rPP-13) was examined in 18 non-pregnant female rats. Objectives: The primary objectives of this project was to measure PP-13 levels…